Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Pete Buttigieg er efstur ásamt Bernie Sanders í Iowa miðað við þær tölur sem hafa verið gefnar út. Hann og aðrir frambjóðendur eru þegar komnir til New Hampshire þar sem næstu hluti forvalsins fer fram í næstu viku. AP/Elise Amendola Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Demókrataflokkurinn í Nevada er hættur við að nota snjallforrit til að halda utan um úrslit kjörfunda þar síðar í mánuðinum í ljósi glundroðans sem skapaðist vegna tæknilegra vandamála í Iowa á mánudagskvöld. Endanleg úrslit kjörfunda í forvali demókrata liggja enn ekki fyrir í Iowa. Vandamálum í snjallforriti sem Demókrataflokkurinn lét hanna til að taka við tilkynningum kjörstaða um úrslit hefur verið kennt um miklar tafir í Iowa. Úrslit forvalsins þar áttu að liggja fyrir á aðfararnótt þriðjudags en vegna misræmis í tölum frá kjörstöðum voru engin úrslit gefin út fyrr en í gærkvöldi og þá aðeins fyrir innan við þrjá af hverjum fjórum stöðum. Til stóð að nota snjallforritið umtalaða í forvalinu í Nevada sem fer fram 22. febrúar en það er haldið með svipuðu sniði og í Iowa. Fulltrúar Demókrataflokksins þar segja nú hins vegar að þeir séu hættir við það. „Demókratar í Nevada geta sagt með vissu að það sem gerðist á kjörfundinum í Iowa gerist ekki í Nevada,“ sagði William McCurdy, formaður flokksins þar í yfirlýsingu í gær. Unnið sé að því að þróa aðrar leiðir til að koma úrslitum frá kjörfundum til skila. Reyna að tryggja að úrslitin séu rétt Enn hafa aðeins verið gefnar út tölur fyrir 71% svonefndra kjörfunda í Iowa. Eins og sakir standa fengju Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indiana, og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, flesta kjörmenn í Iowa. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, er í þriðja sæti og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti sem hefur verið með forskot í skoðanakönnunum á landsvísu, í því fjórða. Í gærkvöldi sagði flokkurinn að frekari úrslit yrðu ekki kynnt fyrr en í dag. Troy Price, formaður Demókrataflokks Iowa, baðst afsökunar á töfunum en fullvissaði kjósendur um að tölurnar væru réttar og að úrslitin væru til skjalfest. „Við höfum lagt nótt við nýtan dag til að tryggja að úrslitin séu rétt,“ sagði hann við fréttamenn. Úrslitin í Iowa virðast ætla að verða Sanders hagstæð. Honum er einnig spáð góðu gengi í New Hampshire og Nevada, næstu tveimur áfangastöðunum í forvalinu.AP/Matt Rourke Spenna og togstreita hjá frambjóðendunum Forvalið í Iowa er ekki hefðbundin atkvæðagreiðsla heldur safnast kjósendur saman á samkomustöðum og skipta sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda þeir styðja. Frambjóðendur þurfa að hljóta stuðning að minnsta kosti 15% þátttakenda í kjörfundi. Nái þeir ekki því lágmarki mega stuðningsmenn annarra frambjóðenda reyna að sannfæra kjósendur þeirra sem hlutu ekki brautargengi um að slást í þeirra hóp. Eftir þá endurröðun kjósenda fá frambjóðendur kjörmenn á landsfund Demókrataflokksins, sem velur forsetaframbjóðandann, í hlutfalli við vægi kjörfundanna. Ofan á tæknileg vandamál með snjallforritið sem formenn kjörstaða áttu að nota til að senda inn úrslit bættist að forvalið í ár er það fyrsta þar sem demókratar í Iowa gefa upp tölur fyrir allt kjörfundarferlið, alls þrjár mismunandi tölur: fjölda kjósenda hvers frambjóðanda í upphafi, eftir endurröðun kjósenda þegar ógjaldgengir frambjóðendur hafa verið sigtaðir út og að síðustu fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi fékk. Þar til í ár hefur flokkurinn aðeins gefið upp fjölda kjörmanna sem hver frambjóðandi vann sér inn. Ringulreiðin í kringum talninguna í Iowa olli töluverðri spennu og togstreitu á meðal frambjóðendanna. Framboð Biden reyndi að koma í veg fyrir að flokkurinn birti aðeins hluta úrslitanna í gærkvöldi en án árangurs. Buttigieg hrósaði sigri þegar á aðfaranótt þriðjudags þrátt fyrir að flokkurinn hefði ekki birt neinar formlegar tölur um úrslit. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn Sanders haldið samsæriskenningum á lofti um að klúðrið með talninguna hafi verið útspil landsnefndar Demókrataflokksins til að skemma fyrir honum. Shadow, fyrirtækið sem þróaði snjallforritið í Iowa, var stofnað af tveimur fyrrverandi starfsmönnum framboðs Hillary Clinton sem Sanders tapaði fyrir í forvalinu árið 2016. Bæði Biden og Buttigieg hafa keypt aðra þjónustu af fyrirtækinu. Framboð Biden sagðist í gær hafa slitið viðskiptasambandi við Shadow í fyrra. Trump forseti og margir áhangendur hans notfærðu sér glundroðann hjá demókrötum til að skjóta á flokkinn og kynda frekar undir samsæriskenningar af þessu tagi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Sjá meira
Buttigieg efstur í forvali Demókrata sem stendur Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, er sem stendur efstur í forvali Demókrataflokksins í Iowa fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næstkomandi. 4. febrúar 2020 22:29
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20