Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 16:31 Frá kjörfundi í Dubuque í Iowa. Miklar tafir hafa orðið á úrslitum vegna tæknilegra vandamála. AP/Nicki Kohl/Telegraph Herald Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20