Bikarmeistarar FH sækja ÍBV heim í stórleik 8-liða úrslita Coca Cola bikars karla í handbolta. Bikarmeistarar Vals mæta Grill 66-deildarliði FH í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna.
Dregið var í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna í dag.
Hjá körlunum voru bara lið úr Olís-deildinni í pottinum. Afturelding mætir ÍR, Fjölnir sækir Hauka heim og Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Selfoss.
Hjá konunum er aðeins einn Olís-deildarslagur, milli HK og Fram.
ÍR fær KA/Þór í heimsókn og Haukar sækja Fjölni heim.
