„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 13:15 Sonur Sigríðar og Karls lést fimm dögum eftir fæðingu vegna alvarlegra mistaka starfsfólks Landspítalans. vísir/vilhelm Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjónanna Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Upphæðirnar í því máli hafi verið teknar og svo framreiknaðar á verðlag dagsins í dag. Hjónin fá fimm milljónir króna í miskabætur og 1,8 milljónir króna í málskostnað. „En í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt. Það er bara þannig. Þá er þetta spurningin hvað maður þjarkar mikið í einhverjum 500 þúsund köllum,“ segir Lára. Lára segir bótakröfuna í málinu hafa verið mun hærri en vill ekki fara út í það hversu há hún var. Þar hafi þó einnig verið farið fram á skaðabætur. „En það er segin saga að það er þekkt hér á Íslandi að miskabætur, það er bætur fyrir ófjárhagslegt tjón, þær eru mjög lágar í samanburði við það sem gerist annars staðar,“ segir Lára í samtali við Vísi. Skaðabætur séu síðan bætur fyrir fjárhagslegt og þá verði að sýna fram á fjárhagslegt tjón. Málið enn á borði lögreglu Nói Hrafn, sonur Karls og Sigríðar, fæddist í byrjun janúar 2015 en lést fimm dögum síðar vegna heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfsfólks Landspítalans. Það hefur því tekið mörg ár að fá niðurstöðu í þann þátt málsins sem snýr að bótum til foreldranna en málið er enn á borði lögreglunnar. Lára segir að það hversu langan tíma málið hefur tekið megi rekja til þess hversu lengi lögreglan hefur haft það til rannsóknar. Ríkislögmaður hafði óskað eftir því að beðið yrði með að stefna ríkinu í málinu þar til lögreglan hefði komist að sinni niðurstöðu í því. Karl og Sigríður ákváðu hins vegar að bíða ekki lengur og stefndu ríkinu síðastliðið haust. Málið er enn á borði lögreglu að sögn Láru.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01 Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27 Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Fimm starfsmenn Landspítalans með stöðu sakbornings í máli Nóa Hrafns Hjónin Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir hafa beðið í þrjú ár eftir svörum frá ríkinu vegna læknamistaka sem ollu því að sonur þeirra lést fimm dögum eftir fæðingu. 27. júní 2019 21:01
Stefna Landspítalanum vegna andláts barns Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015. 19. september 2019 18:27
Landlæknir segir mikilvægt að tilkynna mistök og læra af þeim Birgir Jakobsson landlæknir segir mikilvægt að embættið sé afdráttarlaust í niðurstöðum sínum vegna kvartana sjúklinga sem koma þangað inn á borð, en það var einmitt tilfellið í máli þeirra Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirs Olgeirssonar sem kvörtuðu til landlæknis eftir að nýfæddur sonur, Nói Hrafn, þeirra lést á spítalanum skömmu eftir fæðingu. 31. ágúst 2016 12:02