Haukar lönduðu sínum fimmta sigri í Olís deild kvenna í kvöld er liðið heimsótti Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ í 13. umferð deildarinnar. Eftir að staðan var jöfn 11-11 í hálfleik þá unnu Haukar fjögurra marka sigur, lokatölur 25-21.
Eftir jafnan fyrri hálfleik þá náði Afturelding óvæntri tveggja marka forystu eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik, staðan þá 15-13. Haukastúlkur létu það ekki á sig fá, jöfnuðu metin og voru komnar þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka.
Gestirnir lönduðu svo á endanum stigunum tveimur eftir fjögurra marka sigur, lokatölur 25-21. Þar með fara Haukar upp í 12 stig og jafna HK að stigum en Kópavogsliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar. Mosfellingar reka hins vegar lestina, án stiga.
Guðrún Erla Bjarnadóttir og Sara Odden voru markahæstar í liði Hauka með sex mörk hvor. Hjá Aftureldingu var Ragnhildur Hjartardóttir markahæst, einnig með sex mörk.