Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 10:30 Ásmundur Helgason, eigandi Gráa kattarins, lýsti óánægju sinni með framkvæmdir á Hverfisgötu í samtali við fréttastofu á síðasta ári. Hann hefur nú krafið borgina um bætur vegna málsins. vísir/baldur hrafnkell Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í kröfubréfið. Í því segir að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. Auk þess hefði borgin ekki gripið til aðgerða svo koma mætti í veg fyrir þær tafir sem urðu á verkinu. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember síðastliðnum. Að því er segir í frétt RÚV var kröfubréfið sent til borgarinnar í liðinni viku. Í því komi fram að ekki hafi verið gerðar neinar ráðstafanir til að bæta eigendum Gráa kattarins það óþarfa tjón sem hlotist hafi og ekkert sambandi hafi verið haft vegna þess. Þá er bent á það að slæmt aðgengi að kaffihúsinu á framkvæmdatíma hafi valdið samdrætti í rekstrinum upp á 20 til 25 prósent. Mestur hafi hann orðið í október, alls 38 prósent. Einnig hafi orðspor staðarins beðið hnekki vegna einkunna sem ferðamenn hafi gefið staðnum á erlendum vefsíðum. Þar hafi mátt finna athugasemdir um slæmt aðgengi. Ásmundur Helgason, annar eigandi Gráa kattarins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.
Reykjavík Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandi segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. 3. nóvember 2019 14:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03