Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2020 07:53 Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30