Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2020 07:53 Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna. Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma. Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og MeghanJonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum. Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15
Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan Hertogahjónin sögðu sig frá embættisskyldum innan bresku konungsfjölskyldunnar í gær. 9. janúar 2020 21:43
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30