Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 13:11 Trump forseti brosir út að eyrum í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída. Fjöldi fjáröflunarviðburða fyrir framboð hans og Repúblikanaflokkinn er haldinn á hótelum og öðrum fyrirtækum forsetans sem hagnast persónulega á sama tíma og hann safnar fé fyrir framboðið. AP/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00