Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 14:21 Biden skautaði algerlega fram hjá því að hann studdi Íraksstríðið á sínum tíma þegar hann ræddi við kjósanda í Des Moines í Iowa á laugardag. AP/Charlie Neibergall Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, ítrekaði um helgina rangfærslu um að hann hafi verið mótfallinn Íraksstríðinu frá upphafi þrátt fyrir að framboð hans hafi áður sagt að hann hefði mismælt sig þegar hann hélt svipuðu fram í haust. Innrás Bandaríkjanna og nokkurra bandalagsríkja inn í Írak í trássi við alþjóðalög árið 2003 hefur komið aftur til tals í tengslum við morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad í síðustu viku. Óttast margir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi aukið hættuna á stríðsátökum við Persaflóa með árásinni. Á ferð sinni um Iowa á laugardag, þar sem forval demókrata hefst eftir fjórar vikur, neitað Biden því við kjósanda að hann hefði stutt Íraksstríðið. Hann hafi þvert á móti því sem George W. Bush forseti „væri að gera“ allt frá því að innrásin hófst í mars árið 2003.CNN-fréttastöðin bendir aftur á móti á að Biden hafi ítrekað talað fyrir stríðsrekstrinum bæði áður en það hófst og eftir að það var hafið. Þegar Biden fullyrti í september að hann hefði verið á móti stríðinu frá upphafi sagði framboð hans að hann hefði „mismælt sig“. Biden sagði sjálfur á fundi í New Hampshire í kjölfarið að hann hefði farið með rangt mál. Fullyrðing Biden á laugardag var almennari en sú frá því í september. Daniel Dale, staðreyndarvaktari CNN, segir að engu að síður sé nýjasta útgáfan hjá Biden afar misvísandi jafnvel þó að varaforsetinn fyrrverandi fái að njóta vafans enda skauti hún algerlega fram hjá því að hann studdi stríðsreksturinn. Framboð hans segir nú að Biden hafi verið andsnúinn því hvernig Bush hóf stríðið og hvernig hann háttaði því. Hann sjái eftir að hafa greitt stríðsrekstrinum atkvæði sitt á sínum tíma. Biden hefur verið með forystu í skoðanakönnunum yfir fylgi frambjóðenda í forvali demókrata frá því að hann bauð sig fram. Kannanir benda til þess að hann og Bernie Sanders muni berjast um sigur í fyrsta forvalinu í Iowa. Sigurvegarinn í forvali demókrata etur kappi við Trump forseta sem hefur orðið uppvís að þúsundum lyga og rangfærslna frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira