Vildi kynlíf á klósettinu í flugvél og réðst á áhöfnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 19:31 Konan var á ferðalagi með flugfélaginu Etihad. Vísir/Getty Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar. Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar.
Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira