Kamala Harris varaforsetaefni Biden Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 20:22 Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris. AP/Bryan Anderson Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Joe Biden, væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur valið Kamala Harris sem varaforsetaefni sitt. Harris er 55 ára öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu og bauð hún sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir kosningarnar. Hún verður fyrsta þeldökka konan í framboði í forsetakosningum í Bandaríkjunum en foreldrar hennar eru frá Jamaíka og Indlandi. .@JoeBiden can unify the American people because he's spent his life fighting for us. And as president, he'll build an America that lives up to our ideals.I'm honored to join him as our party's nominee for Vice President, and do what it takes to make him our Commander-in-Chief.— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 11, 2020 Harris starfaði á árum áður sem saksóknari í Kaliforníu og var hún gagnrýnd vegna þessa í forvali Demókrataflokksins. Sú staðreynd féll ekki í kramið hjá ungu framsæknu fólki og þeldökkum kjósendum flokksins, sem telja hana ekki samstíga þeim varðandi kerfisbundinn rasisma í réttarkerfi Bandaríkjanna. Biden hefur varið mörgum mánuðum í þessa ákvörðun en snemma í framboði sínu hét hann því að velja konu sem varaforsetaefni. Leitin náði til fjölmargra kvenna í Demókrataflokknum og má þar nefna öldungadeildarþingkonuna Elizabeth Warren, þingkonurnar Val Demings og Karen Bass, Susan Rice, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, og Keisha Lance Bottoms, borgarstjóra Atlanta. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu sagt frá því að Biden hefði reiðst Harris í kosningabaráttu þeirra en AP fréttaveitan segir að þau hafi lappað upp á samband þeirra en Harris var einnig vinkona sonar Biden, Beau. Back when Kamala was Attorney General, she worked closely with Beau. I watched as they took on the big banks, lifted up working people, and protected women and kids from abuse. I was proud then, and I'm proud now to have her as my partner in this campaign.— Joe Biden (@JoeBiden) August 11, 2020 Varaforseti Biden mun í raun hafa meiri líkur á því að verða forseti en margir aðrir varaforsetar. Vinni Biden gegn Donald Trump í nóvember verður hann 78 ára gamall þegar hann tekur við embættinu í janúar á næsta ári. Biden yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Þar að auki hefur Biden ekki heitið því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils, beri hann sigur úr býtum að þessu sinni. VP TIME with @KamalaHarris and @JoeBiden pic.twitter.com/44hLr4KrBK— Adam Schultz (@schultzinit) August 11, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent