Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 07:12 Eyðileggingin sem sprengingin olli var gríðarleg. Marwan Tahtah/Getty Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira