Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 23:02 Hermenn flytja slasað fólk eftir sprengingarnar í Beirút í dag. Vitni segja að fjöldi fólks hafi slasað þegar það varð fyrir fljúgandi glerbrotum og braki. AP/Hassan Ammar Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51