Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 09:07 Árásin hefur notið mikillar athygli vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í árás hákarls við strendur Maine. AP/Jim Gerberich Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla. Bandaríkin Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira