Björgunarpakkinn klassískt dæmi um hlutverk Evrópusambandsins Andri Eysteinsson skrifar 21. júlí 2020 12:15 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands fagnar samkomulaginu með Charles Michel forseta leiðtogaráðsins. Angela Merkel kanslari Þýskalands er í forgrunni. AP/Stephanie Lecocq Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Samkomulag náðist um 750 milljarða evra björgunarpakka á fundi leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel í nótt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að um sé að ræða klassískt dæmi um störf og hlutverk Evrópusambandsins. Eiríkur ræddi við Heimi Karlsson og Kjartan Atla Kjartansson í morgunþættinu Bítinu á Bylgjunni. „Þegar krísa ríður yfir hefur Evrópusambandið í raun ekkert hlutverk. Evrópusambandið er ekki ríkisvald og getur ekki brugðist við neyðinni þegar hún ríður yfir,“ sagði Eiríkur og útskýrði að í þeirri stöðu þyrfti hvert ríki fyrir sig að bregðast við með lagasetningu og beitingu ríkisfjármála á meðan lendi Evrópusambandið í að verða hlutverkalaust. „Margir gagnrýna það þá fyrir að vera gagnslaust. Síðan þegar kemur að uppbyggingunni og því að hreinsa til eftir krísu, þá getur það komið inn og það er það sem við erum að sjá núna,“ sagði Eiríkur. Hart var tekist á um ýmis atriði á leiðtogafundunum sem höfðu fundað síðan á föstudag en um var að ræða lengstu fundahöld Evrópuleiðtoga frá aldamótaárinu 2000. Fimm ríki, kölluð hin sparsömu, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi í aðgerðunum en endanleg niðurstaða varð sú að 390 milljarðar evra verði í formi styrkja. Eiríkur segir að nokkrar blokkir hafi myndast í viðræðunum og nefndi þar ríki í suður hluta álfunnar sem hafa farið verr út úr faraldrinum, „öxulinn“ sem samanstóð af Þýskalandi og Frakklandi, sparsömu ríkin Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Holland og austurblokk. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Deilan hafði súrnað mjög mikið og það gerði þetta að ákveðnu vandamálin. Ríki voru með stæla hvort við annað, voru að loka landamærum á hvort annað og það höfðu komið upp töluverð illindi,“ sagði Eiríkur. Einnig segir Eiríkur að ágreiningur hafi stafað af skilyrðum sem reynt var að koma í samningin sem sum aðildarríkjanna sættu sig engan vegin við. „Menn vildu setja inn skilyrði, sem voru harðari en áður hafa sést, um að aðildarríki sem að þiggja styrki úr sjóðunum virði grundvallarskilyrði Evrópusambandsaðildar,“ sagði Eiríkur og átti þar við skilyrði um virðingu fyrir réttarríkinu. Þá segir Eiríkur að skilyrði um „græna uppbyggingu“ hafi mætt töluverðri andstöðu, sér í lagi frá Póllandi. „Það má segja að Pólverjar hafi unnið þann slag því það var ekki sett inn,“ sagði Eiríkur.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira