Enn mikill ágreiningur um útfærslu björgunarpakkans Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. júlí 2020 08:01 Emmanuel Macron vill að björgunarpakkinn verði samþykktur, en hann er sagður hafa hótað því að hætta í viðræðunum í nótt. Vísir/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins takast enn á um hvernig bregðast skuli við afleiðingum kórónuveirufaraldursins í álfunni og hafa viðræður þeirra nú staðið í fjóra daga án árangurs. Leiðtogarnir hafa undanfarið fundað í Brussel og eru það fyrstu fundir þeirra frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki ESB hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna faraldursins þar sem atvinnulíf hefur verið að mestu lamað undanfarna mánuði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að að enn sé mikill ágreiningur uppi en stefnt er að því að komast að samkomulagi á sama tíma og samið verði um fjárlög Evrópusambandsins til næstu sjö ára. Sum ríki telja að áætlunin, sem gerir ráð fyrir björgunarpakka upp á 750 milljarða evra, sé allt of viðamikil og kostnaðarsöm, og vilja frekar að um lán verði að ræða til ríkja í stað styrkja. Viðræður stóðu yfir í alla nótt og í morgun mun Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa hótað að hætta í viðræðunum, en hann vill að björgunarpakkinn verði samþykktur. Svíar og Hollendingar hafa lagst gegn pakkanum og vilja hafa hann í formi lána til ríkja sem á aðstoð þurfa að halda. Charles Michael, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, skarst í leikinn og minnti leiðtogana á að yfir 600 þúsund manns hefðu dáið vegna veirunnar á heimsvísu. Hann vonaðist til þess að sátt næðist um aðgerðirnar og þeim myndi „takast það ómögulega“ í dag. Viðræðum verður fram haldið síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41 Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Þolinmæði Macron og Merkel að þrjóta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mögulegt að ekki náist samkomulag um gríðarstóran björgunarpakka evrópusambandsríkjanna vegna efnahagsáfalls í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. 19. júlí 2020 16:41
Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Leiðtogar Evrópusambandsins komu saman í dag til að reyna að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna afleiðinga kórónuveirufaraldurins fyrir efnahag ríkjanna. 17. júlí 2020 19:30