FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:49 Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira