Hvað með hreindýrin? Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:59 Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar