Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Greta Thunberg er verulega ósátt við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Vísir/EPA Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“ Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45