Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 12:40 Greta Thunberg er verulega ósátt við aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Vísir/EPA Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“ Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Þau segja fólk í valdastöðum nánast hafa gefist upp á því að leita leiða til þess að bregðast við vandanum. Þúsundir skrifa undir bréfið, þar á meðal vísindamenn, hagfræðingar og leikarar, sem var sent til leiðtoga Evrópuríkja og annarra þjóðhöfðingja. Í bréfinu segir Thunberg að Evrópusambandið beri mikla ábyrgð í baráttunni við loftslagsvandann, enda hafi Evrópuþjóðir skuldbundið sig til þess að leiða þær breytingar sem áttu að verða við undirritun Parísarsamkomulagsins. Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun hittast á föstudag til þess að ræða næsta björgunarpakka sambandsins og er ekki ólíklegt að bréfið hafi verið birt til þess að hvetja embættismenn þess til umhugsunar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld, og helst 1,5°C, til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga sem ógna lífríki jarðar og samfélögum manna. Í bréfinu eru settar fram sjö kröfur. Til að mynda er farið fram á að hætta öllum fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti og hverfa frá notkun þess, að Alþjóðaglæpadómstóllinn viðurkenni vistmorð sem refsivert afbrot og að horfa á loftslagsvandann sem raunverulegt neyðartilfelli. Þá þurfi einnig að standa vörð um lýðræðið svo fátt eitt sé nefnt. Leiðtogar heimsins gagnrýndir harðlega í bréfinu og þeir sakaðir um að hafa aldrei litið á loftslagsvandann sem raunverulegt vandamál. Á meðan ríki væru að draga lappirnar í umhverfismálum væri heimsbyggðin að tapa dýrmætum tíma. „Auðvitað fögnum við sjálfbærum fjárfestingum og stefnumálum, en ekki halda í eina sekúndu að það sem þið hafið rætt hingað til verði næstum því nóg. Við þurfum að horfast í augu við heildarmyndina.“
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. 20. júní 2020 12:06
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. 21. febrúar 2020 18:45