Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson skrifa 13. júlí 2020 19:34 Nærri einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna. Getty/ Lev Radin Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44