Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 10. júlí 2020 17:57 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu. Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu.
Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13