Holland stefnir Rússlandi vegna hraps MH17 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 10. júlí 2020 17:57 Vél Malaysia Airlines hrapaði yfir austurhluta Úkraínu eftir að skotið var á hana. Allir 298 farþegar um borð létu lífið. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu. Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Hollensk yfirvöld hyggjast stefna Rússlandi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna aðildar Rússa að hrapi vélar Malaysia Airlines MH17 árið 2014. Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, segir mestu máli skipta að fá réttlæti fyrir fórnarlömbin 298 sem fórust í vélinni sem var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið. Vélin var skotin niður eftir að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Rússa tóku stjórn á svæðinu árið 2014. Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum rannsakendum benda sönnunargögn til þess að Buk-eldflaugakerfið sem notað var til að skjóta vélina niður hafi verið flutt inn frá Rússlandi. Rússland hefur ítrekað neitað aðild að hrapi þotunnar. Um borð í vélinni voru ríkisborgarar tíu landa og létust allir um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpur í Malasíu en meira en tveir þriðju farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar. Réttarhöld, sem hófust í mars, standa enn yfir í Hollandi þar sem þrír Rússar og einn Úkraínumaður eru sakaðir um morðin á farþegunum 298. Mennirnir tengjast allir hópi aðskilnaðarsinna sem styðja rússnesk yfirvöld. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í marga mánuði í viðbót. Nú hefur hollenska ríkisstjórnin ákveðið að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld í Kreml hafa enn ekki brugðist formlega við en þau hafa orðið margsaga um hvað varð til þess að farþegaþotan hrapaði. Þrátt fyrir að Rússar haldi því fram að þeir hafi boðist til að aðstoða við réttarhöldin í Hollandi segja þarlendir embættismenn að þær upplýsingar sem rússnesk stjórnvöld hafi sent hafi verið „efnislega rangar“ í mörgum tilfellum. Þegar hollenskir saksóknarar báðu rússnesk stjórnvöld um að handtaka Úkraínumanna sem er talinn hafa stýrt loftvörnum yfir svæðinu þar sem þotan hrapaði leyfðu þau honum viljandi að komast undan til Úkraínu.
Holland Rússland Úkraína Malasía Fréttir af flugi MH17 Tengdar fréttir Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23 Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Réttað vegna flugvélarinnar sem var skotin niður yfir Úkraínu Enginn þeirra fjögurra manna sem taldir eru bera ábyrgð á því flugvél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður árið 2014 verður viðstaddur réttarhöld sem hófust í Hollandi í dag. 9. mars 2020 12:23
Kanna þrjár aðrar mögulegar skýringar á hrapi þotunnar Írönsk yfirvöld hafa boðið Boeing flugvélaframleiðandanum að vera þátttakandi í rannsókninni á flugslysinu í Teherean fyrr í þessari viku. 10. janúar 2020 06:45
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13