Klipptu Trump út af mynd með Epstein og Maxwell Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 06:37 Myndin umrædda. Þegar Fox notaði hana í umfjöllun sinni var Donald Trump þó hvergi sjáanlegur. Davidoff Studios/Getty Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð. Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur beðist afsökunar á að hafa klippt Donald Trump Bandaríkjaforseta út af mynd sem notuð var í umfjöllun um barnaníðinginn Jeffrey Epstein og samstarfskonu hans og vinkonu, Ghislaine Maxwell, sem handtekin var í síðustu viku fyrir meinta þátttöku sína í brotum Epstein. Á umræddri mynd mátti sjá Maxwell og Epstein ásamt Trump og eiginkonu hans, Melaniu. Myndin var notuð í tengslum við umfjöllun um lögmann fórnarlamba Epstein, en búið var að klippa forsetann út af myndinni, sem tekin var á hóteli hans, Mar-a-Lago í Flórída, í febrúar árið 2000. Í yfirlýsingu frá Fox segir að um mistök, sem fréttastofan harmaði, væri að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Trump sá umfjöllunina, en oft hefur komið fram að hann er mikill aðdáandi Fox og fréttaflutningsins sem þar fer fram. Ákvörðun Fox um að klippa forsetann út af myndinni er til marks um þá viðleitni stjórnmálamanna og annarra þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum að sverja af sér öll tengsl við Maxwell og Epstein, sem eins og áður segir var dæmdur barnaníðingur. Eric Trump, sonur forsetans, tísti í síðustu viku mynd úr brúðkaupi Chelsea Clinton, dóttur Bill og Hillary Clinton, þar sem Ghislaine Maxwell var meðal gesta. Búið var að gera rauðan hring utan um andlit hennar á myndinni. Með færslunni skrifaði Eric að fólkið væri „af sama sauðahúsi,“ og átti þar væntanlega við Clinton-fjölskylduna og Maxwell. Hann var þó fljótur að draga í land þegar netverjar tóku til við að svara tísti hans með myndum af föður hans, Maxwell og Epstein saman í samkvæmum. Þá bentu einhverjir á að Maxwell hefði árið 1997 „sníkt far“ í einkaþotu forsetans á leið til Flórída, en Eric var sjálfur í þeirri flugferð.
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira