Enn renna menn á Greifavelli: Slitin krossbönd, rauð spjöld, vítaspyrnur og töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 14:00 Úr leik KA og KR á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00