Enn renna menn á Greifavelli: Slitin krossbönd, rauð spjöld, vítaspyrnur og töpuð stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 14:00 Úr leik KA og KR á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð. Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Í gær fór fram leikur KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Gestirnir úr Kópavogi björguðu stigi með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, rann á vellinum og boltinn hafði í kjölfarið viðkomu í hendi leikmannsins. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan sem og vítaspyrnuna sem KA fékk dæmda skömmu áður. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks, gult spjald þegar völlurinn sveik hann. Fyrsta snerting Mikkelsen sveik hann reyndar áður en völlurinn tók til sinna mála. Mikkelsen gerði heiðarlega tilraun til að setja Bjarna Aðalsteinsson, leikmann KA, undir pressu eftir að missa boltann. Gekk það ekki betur en svo að vinstri fótur danska framherjans rann á lausum vellinum og Daninn skall á Bjarna sem lá sárþjáður eftir. Skjáskot úr útsendingu Stöðvar 2 Sport þegar Mikkelsen missir jafnvægið og lendir á Bjarna.Mynd/Stöð 2 Sport Mikkelsen var ekki sá eini sem átti erfitt með að fóta sig á vellinum en leikmenn beggja liða áttu erfitt með að halda sér á jörðinni sem og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, en hann flaug á hausinn á meðan leik stóð. Þá meiddist Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, á nára í gær og verður frá í einhverjar vikur. Sem betur fer fyrir KA höfðu vallaraðstæður ekki jafn slæmar afleiðingar og í leik KA og Leiknis Reykjavíkur í Mjólkurbikarnum á dögunum. Sá leikur var aðeins tuttugu mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson, framherji Leiknis, ætlaði sér að setja pressu á Hallgrím Jónasson, miðvörð KA, með þeim afleiðingum að sóknarmaðurinn ungi missti jafnvægið og skall af öllu afli á Hallgrími. Niðurstaðan sú að Hallgrímur er nú fótbrotinn og með slitið krossband. Aðeins tíu mínútum síðar rann Sólon aftur, að þessu sinni er hann hljóp í áttina að Kristijan Jajalo, markvörð KA. Sem betur fer slapp markvörðurinn betur en Hallgrímur. Sólon fékk hins vegar sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Brynjar Hlöðversson, samherji Sólons, fór svo sömu leið eftir að mótmæla dómnum. KA hefur nú leikið tvo deildarleiki og einn bikarleik á Greifavelli. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í leik Víkings og KA. Í 6-0 sigrinum gegn Leikni þá misstu heimamenn Hallgrím Jónasson, einn besta varnarmann deildarinnar, í meiðsli fram að næstu leiktíð hið minnsta. Svo í gær gegn Blikum þá kostaði völlurinn þá tvö stig og í raun var það aðeins heppni að ekki fór verr þegar Mikkelsen rann á Bjarna. Vallaraðstæður voru til umræðu bæði eftir leik sem og í Pepsi Max Stúkunni á sunnudagskvöld. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á Facebook-síðu sinni þar sem hann bendir á að KA hafi beðið um að spila ekki heimaleik svo skömmu eftir að N1-mótið færi fram þar í bæ. Þá fékk félagið ekki styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ en Sævar segir það löngu ljóst að völlurinn þurfi andlitslyftingu. Til að mynda eru drenlagnir vallarins ónýtar og kostar sitt að skipta um þær. Greifavöllur er svosem ekki eina vesen KA manna. En eins og maður segir alltaf, völlurinn eins fyrir bæði lið. pic.twitter.com/OehUdSw2no— Gunnar Birgisson (@grjotze) July 5, 2020 Eftir aðeins þrjá leiki ætti KA að hafa næg sönnunargögn þess efnis að Greifavöllur þurfi á uppfærslu að halda ef ekki á illa að fara í sumar eða á komandi misserum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pepsi Max-deild karla KA Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Tengdar fréttir Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25 Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00 Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-2 Breiðablik | Ótrúleg dramatík í uppbótartíma fyrir Norðan KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í dramatískum leik þar sem tvö víti voru dæmd í uppbótartíma. 5. júlí 2020 19:25
Óskar sagði undirlagið á KA-vellinum eitt það daprasta í Evrópu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki hrifinn af vellinum á Akureyri í leik Blika og KA í gær en Óskar kallaði undirlagið á vellinum eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu. 6. júlí 2020 08:00
Tvíburabræðurnir frá Dalvík báðir ristarbrotnir KA verður án framherjans Nökkva Þeys Þórissonar næstu vikurnar, að minnsta kosti, eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. 6. júlí 2020 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki