Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 07:38 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Berman segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér og að hann muni ekki gera það fyrr en annar maður verði tilnefndur í starfið af forseta líkt og lög kveða á um. Berman komst að væntanlegri afsögn sinni þegar hann sjálfur sá fréttatilkynningu sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi frá sér á föstudagskvöld. Engar skýringar fylgdu tilkynningunni heldur kom aðeins fram að saksóknarinn myndi stíga til hliðar og að Jay Clayton myndi taka við. Þá var honum þakkað fyrir störf sín og sagður hafa staðið sig vel frá því hann tók við í janúar árið 2018. Attorney General William P. Barr on the Nomination of Jay Clayton to Serve as U.S. Attorney for the Southern District of New York https://t.co/lziVbkLxGP— Justice Department (@TheJusticeDept) June 20, 2020 Berman segir allar rannsóknir á hans borði því vera enn í vinnslu, en hann hefur rannsakað þónokkur mál sem tengjast Donald Trump Bandaríkjaforseta. Á vef BBC segir að hann hafi meðal annars rannsakað Michael Cohen, fyrrum lögmann Trump, sem var dæmdur fyrir fjársvik í tengslum við kosningabaráttu forsetans og fyrir það að hafa logið að þinginu. Þá hefur hann einnig verið að rannsaka Rudy Giuliani, núverandi lögmann forsetans. Á meðal helstu mála sem nú eru til rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Berman sagði Andrés ítrekað hafa neitað að mæta í viðtal en ef honum væri alvara með að sýna samvinnuvilja stæðu dyr hans ávallt opnar. Tímasetningin þykir undarleg Í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins segir að forsetinn muni tilnefna Jay Clayton, formann öryggis- og viðskiptanefndar ríkisstjórnarinnar, en sá hefur aldrei sinnt starfi saksóknara áður. Berman segist ætla að sinna starfi sínu og rannsóknum þar til sú tilnefning hefur farið í gegn samkvæmt lögum. Málið hefur vakið furðu margra og sagði Preet Bharara, forveri Berman í starfi, tímasetninguna undarlega í ljósi þess að aðeins fimm mánuðir væru til kosninga. Í ofanálag hafði Trump sjálfur valið Berman í starfið í janúar 2018 þegar hann rak Bharara. Why does a president get rid of his own hand-picked US Attorney in SDNY on a Friday night, less than 5 months before the election?— Preet Bharara (@PreetBharara) June 20, 2020 „Af hverju myndi forseti losa sig við sinn eigin saksóknara í suðurhluta New York á föstudagskvöldi, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningar?“ skrifaði Bharara á Twitter-síðu sína.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31 Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Fyrsti fjöldafundur Trump haldinn á morgun þrátt fyrir áhyggjur vegna kórónuveirunnar Hæstiréttur Oklahoma dæmdi í dag að fjöldafundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem halda á í Tulsa á laugardag, megi fara fram. 19. júní 2020 23:31
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11