Erlent

Vonast til að leiðtogaráðið samþykki björgunaraðgerðir í júlí

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lagði aðgerðapakkann í dóm leiðtogaráðsins í dag.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lagði aðgerðapakkann í dóm leiðtogaráðsins í dag. EPA/OLIVIER HOSLET

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði aðgerðapakka sinn vegna kórónuveirufaraldursins í dóm leiðtogaráðsins í dag.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði við evrópska leiðtoga að Evrópa þyrfti nauðsynlega á aðgerðum að halda vegna neikvæðra efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Með hinum nýja aðgerðapakka væri hægt að byggja upp sterkara Evrópusamband sem gæti frekar staðið af sér erfiðleika framtíðarinnar.

„Þessi tillaga er metnaðarfull og sanngjörn. Þetta er risavaxinn pakki, 1.850 milljarðar evra, og hann mun ekki einungis gagnast þeim löndum sem veiran bitnaði mest á heldur einnig þeim sem komu illa út úr lokunum og bönnum,“ sagði von der Leyen.

Nú taka við umræður um innspýtinguna og vonast er til þess að samkomulag náist í næsta mánuði. Pakkinn samanstendur til dæmis af sameiningu skulda, styrkjum og lánum en hefur hingað til ekki fengið samþykki Hollendinga, Dana, Austurríkismanna og Svía. Ríkin fjögur vilja einna helst hækka hlutfall lána á kostnað styrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×