Hæstiréttur Bandaríkjanna segir ólöglegt að mismuna starfsfólki á grundvelli kynhneigðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 15:48 Hæstiréttur Bandaríkjanna. MICHAEL REYNOLDS/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans. Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það brjóti í bága við lög landsins að segja upp starfsfólki á grundvelli kynhneigðar eða kyngervis. Í réttinum sitja níu dómarar, en sex þeirra komust að þessari niðurstöðu. Álitaefni málsins sneri að því hvort túlka mætti ákvæði í alríkislögum um borgaraleg réttindi, þar sem bann er lagt við því að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, á þá vegu að kynhneigð og kyngervi félli þar undir. Þegar talað er um kyngervi er átt við félagslega mótað kyn einstaklings, óháð líffræðilegu kyni. Hæstaréttardómarinn Neil Gorsuch, sem skipaður var af Donald Trump Bandaríkjaforseta, úrskurðaði með meirihluta réttarins í málinu. „Vinnuveitandi sem rekur einstakling fyrir að vera samkynhneigður eða trans, rekur þá manneskju fyrir eiginleika eða gjörðir sem hann hefði ekki gert athugasemd við hjá manneskju af öðru líffræðilegu kyni,“ skrifaði Gorsuch meðal annars í rökstuðningi við ákvörðun sína. Hann hafnaði þá þeirri hugmynd að ekki mætti gera ráð fyrir að löggjafinn hefði ekki haft jafn víðtæka túlkun í huga og dómurinn hefur nú staðfest. „Takmörk á ímyndunarafli löggjafans gefa enga ástæðu til þess að hundsa kröfur hans,“ skrifar Gorsuch, og á þar við að ekki sé ljóst að með orðalagi laganna, þar sem sérstaklega er fjallað um kyn einstaklings, geti ekki átt við víðtækari merkingu orðsins. Fimmti kafli laga um borgaraleg réttindi frá 1964 meinar vinnuveitendum að mismuna starfsfólki sínu á grundvelli kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúarbragða. Hæstiréttur hefur nú túlkað löggjöfina á þann hátt að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar sinnar eða kyngervis. Úrskurður réttarins leysir þar með úr þremur aðskildum málum einstaklinga sem töldu sig hafa verið rekna úr starfi þar sem þeir voru samkynhneigðir eða trans.
Bandaríkin Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira