Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 23:27 Donald Trump fyrir ávarp sitt í kvöld. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Fólk ætti rétt á því að vera hneykslað vegna dauða George Floyd en minning hans mætti ekki vera svert af „reiðum skríl“. Þetta kom fram í ávarpi forsetans í Rósagarði Hvíta hússins í kvöld. Þar sagðist hann vera forseti laga og reglu og stuðningsmaður friðsælla mótmæla. Þjóðin væri aldrei frjáls ef illgirni og ofbeldi réði för. „Þetta eru ekki friðsæl mótmæli. Þetta eru innlend hryðjuverk,“ sagði forsetinn. Hann sagði mótmælin jafnframt vera móðgun við manngæsku og „glæp gegn guði“ og að mótmælendum yrði refsað fyrir skaðaverk sín. „Í þessum töluðu orðum er ég að senda þúsundir þungvopnaðra hermanna og lögreglumanna til þess að stöðva óeirðirnar, þjófnaðinn, skemmdarverkin, árásirnar og eignaspjöllin.“ Sjá einnig: Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Þetta er í samræmi við það sem kom fram á fundi forsetans með ríkisstjórum landsins í dag, þar sem hann sagði þá þurfa að beita meiri hörku í aðgerðum gegn mótmælendum. Taldi hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir ættu að nýta sér þau úrræði sem væru í boði. Mótmælin náðu hápunkti í Washington D.C. í gær og sagði Trump ástandið hafa verið skammarlegt. Útgöngubanni yrði fylgt eftir í kvöld og allir þeir sem brytu gegn því yrðu handteknir og saksóttir eins lög leyfðu. Skipuleggjendur ættu jafnframt yfir höfði sér hörð viðurlög og langa fangelsisdóma. „Réttlæti en ekki ringulreið. Það er okkar markmið og okkur mun takast það 100 prósent. Okkur mun takast það. Landið okkar vinnur alltaf,“ sagði Trump og bætti síðar við að bestu dagar Ameríku væru fram undan. Yfir fjögur þúsund mótmælendur hafa verið handteknir í óeirðum og mótmælum víða um Bandaríkin síðasta sólarhringinn. Ekkert lát er á mótmælunum en þau ná nú til allra ríkja Bandaríkjanna og hefur verið gripið til þess að setja á útgöngubann í mörgum borgum víða um landið. Frá mótmælunum í Washington D.C. í gærkvöldi.Vísir/getty Mótmælin snúast um rasisma og ofbeldi lögreglu og vegna dauða George Floyd sem lést þegar hann var handtekinn í byrjun síðustu viku. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58 Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31 „Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. 1. júní 2020 22:58
Köfnun banamein Floyd Niðurstöður krufningarskýrslu réttarmeinafræðingsins Dr. Michael Baden sýna fram á að George Floyd hafi látist vegna köfnunar. 1. júní 2020 21:31
„Bróðir minn vildi frið“ Terrence Floyd segir skiljanlegt að mótmælendur séu reiðir og að mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin séu réttlætanleg. 1. júní 2020 20:04