Menntaskólinn á Ísafirði braut stjórnsýslulög þegar hann synjaði fötluðum pilti um skólavist á grundvelli heildarhagsmuna skólans samkvæmt úrskurði Menntamálaráðuneytisins. Þá hafi mannréttindi hans verið virt að vettugi samkvæmt stjórnarskrá.
Við sögðum í fréttum okkar frá Eyþóri Inga Falssyni fötluðum dreng sem býr í Bolungarvík. Þar kom fram að Byggðasamlag Vestfjarða hafi brotið stjórnsýslulög þegar félagsþjónusta Ísafjarðarbæjar vísaði honum úr skammtímavistun með nokkurra daga fyrirvara.
Þá var honum einnig synjað um skólavist með í Menntaskólanum á Ísafirði á grundvelli heildarhagsmuna skólans.
Foreldrar Eyþórs kærðu ákvörðun Menntaskólans til Menntamálaráðuneytisins sem hefur úrskurðað í málinu.
Í úrskurðinum er ákvörðunin felld úr gildi. Fram kemur að kærendum hafi ekki verið veittur andmælaréttur áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Málið hafi ekki rannsakað á fullnægjandi hátt og ekki séð verði séð skólameistari hafi fylgt upplýsingum barnalæknis. Þá sé ekki málefnalegt af hálfu skólameistarans að hafna umsókn drengsins á grundvelli þess að hagsmunir skólans væru meiri en hagsmunir hans.
Foreldrar drengsins ætla þó ekki að sækja aftur um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði.
Þetta er áfangasigur en við erum ekki búin að sigra stríðið að mínu mati. Það er kveðið á í úrskurðinum að það verði ekki frekar gert í þessu nema við sækjum um skólavist fyrir drenginn í Menntaskólanum á Ísafirði og það er ekki spennandi kostur. Þarna er sami yfirstjórnandi með sömu viðhorf,“ segir Falur Þorkelsson faðir Eyþórs Inga.
Þau segja að í báðum úrskurðunum komi fram að rannsóknarskyldu og andmælarétti hafi verið virt af vettugi.

„Það er í raun og veru ekkert gert. Það eru engin viðurlög við úrskurðunum bæði hvað varðar félagsþjónustu Ísafjarðar og Menntaskólann á Ísafirði . Það er sérstakt að stjórnvöld á þessum sviðum geti brotið lög án þess að við því því séu nokkur viðurlög gerendur sleppa við alla refsingu,“ segir Kristrún Hermannsdóttir móðir Eyþórs Inga.