Tom gamli í sjöunda himni og er búinn að safna 1,8 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 22:09 Tom er nú búinn að tíuþúsundfalda þá upphæð sem hann stefndi að í fyrstu. Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Hinn 99 ára gamli Tom Moore, sem setti sér það markmið að ganga hundrað sinnum yfir garð sinn fyrir hundrað ára afmæli sitt í lok apríl og safna í leiðinni þúsund pundum fyrir Heilbrigðisstofnun Bretlands, segist himinlifandi með viðtökurnar sem söfnun hans hefur fengið. Tom, sem býr í Bedfordskíri, er nú búinn að safna tíu milljónum punda, eða tíu þúsund sinnum hærri upphæð en hann ætlaði sér í fyrstu. Tíu milljónir punda samsvara tæplega 1,8 milljörðum íslenskra króna. Fyrr í dag var greint frá því að Tom hefði safnað sex og hálfri milljón punda. Hann hefur þannig bætt við sig um það bil þremur og hálfri milljón punda síðan um hádegisbil í dag. Í samtali við breska ríkisútvarpið BBC sagðist hann, ásamt dætrum sínum sem hjálpuðu honum að skipuleggja söfnunina, gáttaður á viðtökunum sem söfnun hans hefur fengið. „Þegar við byrjuðum með þessa æfingu bjuggumst við ekki við að safna neinu nálægt þessari upphæð,“ sagði Tom í viðtali við BBC. Viðtalið var tekið eftir að hann náði yfir fimm milljón punda markið. Upphæð sem hann er á góðri leið með að tvöfalda. Ætlar ekki að hætta að tölta um garðinn eftir hundrað ferðir „Öll hjá Heilbrigðisstofnuninni, hvert og eitt einasta, eiga skilið allt sem við getum mögulega látið þau hafa. Þau eru öll svo hugrökk. Á hverjum degi og hverju kvöldi setja þau sig í hættu, og við verðum að gefa þeim hæstu einkunn fyrir það. Það er svolítið eins og við eigum í stríði, en það eru læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir sem eru í fremstu víglínu,“ sagði Tom og vísaði þar til þess gríðarlega álags sem heilbrigðiskerfið í Bretlandi er nú undir vegna kórónuveirufaraldursins. „Við hin sem stöndum fyrir aftan verðum að láta þau hafa allt sem þau þurfa, svo þau geti sinnt starfi sínu jafnvel enn betur en nú,“ sagði Tom, sem sjálfur barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Þá hefur Tom sagt, í ljósi árangursins sem söfnun hans hefur náð, að hann muni halda áfram að ganga um garðinn sinn svo lengi sem fólk heldur áfram að heita á hann og styrkja þannig Heilbrigðisstofnun Bretlands. Hér að neðan má sjá viðtal BBC við kappann, sem var tekið eftir að söfnunin náði fimm milljónum punda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira