80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 12:35 Kjörstöðum í Milwaukee var fækkað úr 180 í fimm. AP/Morry Gash Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Vegna framlengingar á því tímabili sem utankjörfundaratkvæði gátu borist varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en í gærkvöldi. Bráðabirgðaniðurstöður segja 1.37 milljónir íbúa hafa greitt atkvæði, sem samsvarar um 31 prósents kjörsókn. Svo virðist þó sem að utankjörfundaratkvæði hafi samsvarað um 80 prósentum af öllum greiddum atkvæðum. Sem er verulega hátt hlutfall og er að mestu rekið til faraldurs nýju kórónuveirunnar. Í forvalinu 2016 var hlutfall utankjörfundaratkvæða um tíu prósent og 27 prósent í kosningunum sjálfum seinna það ár. Þessi aukning mun líklega hafa mikil áhrif á kosningarnar í nóvember. Forval Demókrataflokksins var ekki mjög spennandi þar sem Joe Biden hafði svo gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins og til marks um það hætti Bernie Sanders þátttöku sinni degi eftir kosningarnar. Allra augu beindust að Hæstarétti Kosningar til Hæstaréttar Wisconsin, sem fóru einnig fram, vöktu þó mikla athygli. Donald Trump, forseti, hafði sjálfur mikinn áhuga á kosningunum og hafði lýst yfir stuðningi við dómara á vegum Repúblikanaflokksins. Tæknilega séð eiga kosningar til Hæstaréttar Wisconsin ekki að vera pólitískar en undanfarin ár hefur mikil harka færst í leikana þegar kemur að kosningum í ríkinu og vörðu bæði Demókratar og Repúblikanar milljónum dala til stuðnings þeirra frambjóðenda. Repúblikanar í Wisconsin voru andvígir því að fresta kosningunum, þó kosningum hafi verið frestað vegna faraldursins víðsvegar um Bandaríkin. Ástæða þess var að þeir töldu að lægri kjörsókn og þá sérstaklega í þéttbýlum svæðum, myndi hagnast þeim. TIl marks um það fækkuðu yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, kjörstöðum úr 180 í fimm. Langar raðir mynduðust á kjörstöðum í borginni og komust færri að en vildu. Sjá einnig: Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Það vakti gífurlega athygli í síðustu viku þegar Robin Vos, leiðtogi Repúblikana í Wisconsin, lýsti því yfir að fólk gæti alveg farið út að kjósa. Það væri öruggt. Þetta sagði hann fullklæddur hlífðarbúnaði. Republican Speaker Robin Vos says you are incredibly safe to go out on election day.He said that while dressed head-to-toe in a gown, mask and gloves. pic.twitter.com/vjVccO9x1s— UpNorthNews (@UpNorthNewsWI) April 7, 2020 Niðurstaðan var sú að Jill Karofsky, frambjóðandi á vegum Demókrataflokksins, bar sigur úr býtum og hlaut 54 prósent atkvæða. Karofsky segir niðurstöðuna til marks um að fólk vilji láta í sér heyra. Kjósendur hafi með þessu hafnað tilraunum Repúblikana til að draga úr kjörsókn. Samkvæmt frétt FiveThirtyEight er kosningunum þó alls ekki lokið. Líklegt þykir að þeim muni fylgja dómsmál til langs tíma vegna ýmissa vandræða sem tengjast utankjörfundaratkvæðum. Fjölmargar fregnir hafa borist af því að atkvæði hafi ekki skilað sér og að kjósendur hafi ekki fengið kjörseðla. Gífurleg aukning í utankjörfundaratkvæðum verður líklega vatn á myllu þeirra sem ætla að berjast fyrir því að fólki verði gert auðveldara að greiða atkvæði þannig í kosningunum í nóvember. Það vilja Demókratar en Repúblikanar segjast óttast kosningasvik verði það gert.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent