Nærri allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins leita Söndru Lífar Nadine Guðrún Yaghi og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. apríl 2020 12:00 Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. Klukkan hálf átta í morgun barst fjölmiðlum tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lýst er eftir Söndru Líf Long. Þar segir að ekki sé vitað um ferðir hennar síðan á skírdag. Sandra er 172 cm á hæð og er grannvaxin með mjög sítt rauðleitt ár. Hún yfirgaf heimili sitt í Hafnarfirði upp úr hádegi á skírdag samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hennar. Þá fór hún til ömmu sinnar og afa í hádegismat og svo í heimsókn til vinkonu sinnar. Þaðan fór hún klukkan hálf sex og hefur ekki sést til hennar síðan. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Hún var á bílnum sínum, ljósgráum Ford Focus, og var með síma og tösku meðferðis. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fannst bílinn á Álftanesi í nótt. Sandra Líf hvarf á skírdag.lögreglan Björgunvarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa leitað frá því klukkan hálf þrjú í nótt og verður leit haldið áfram í dag samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Búið sé að kalla út nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu til áframhaldandi leitar í dag. Leitarmenn leita fótgangandi og með drónum. Þá leitaði þyrla Landhelgisgæslunnar á Álftanesi í morgun og tekur hún þátt í leitinni í dag ásamt varðbátsins Óðins, sem einnig aðstoðaði við leit í morgun, og eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF sem er á æfingu sem verður nýtt til leitar. Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar, segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé mjög áhyggjufull. Það sé mjög ólíkt Söndru Líf að láta ekki vita af sér enda sé hún mjög náin fjölskyldu sinni. Hún sé skynsöm og ekki í óreglu. Þá hafi ekkert verið óeðlilegt við hegðun Söndru á skírdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út í leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, 27 ára gamalli konu. Ekki er vitað um ferðir hennar síðan á skírdag og er fjölskylda hennar mjög áhyggjufull. Þau segja mjög ólíkt henni að láta ekki vita af sér. Klukkan hálf átta í morgun barst fjölmiðlum tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem lýst er eftir Söndru Líf Long. Þar segir að ekki sé vitað um ferðir hennar síðan á skírdag. Sandra er 172 cm á hæð og er grannvaxin með mjög sítt rauðleitt ár. Hún yfirgaf heimili sitt í Hafnarfirði upp úr hádegi á skírdag samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu hennar. Þá fór hún til ömmu sinnar og afa í hádegismat og svo í heimsókn til vinkonu sinnar. Þaðan fór hún klukkan hálf sex og hefur ekki sést til hennar síðan. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Hún var á bílnum sínum, ljósgráum Ford Focus, og var með síma og tösku meðferðis. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fannst bílinn á Álftanesi í nótt. Sandra Líf hvarf á skírdag.lögreglan Björgunvarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa leitað frá því klukkan hálf þrjú í nótt og verður leit haldið áfram í dag samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Búið sé að kalla út nánast allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu til áframhaldandi leitar í dag. Leitarmenn leita fótgangandi og með drónum. Þá leitaði þyrla Landhelgisgæslunnar á Álftanesi í morgun og tekur hún þátt í leitinni í dag ásamt varðbátsins Óðins, sem einnig aðstoðaði við leit í morgun, og eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF sem er á æfingu sem verður nýtt til leitar. Olga María Þórhallsdóttir Long, frænka Söndru Lífar, segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldan sé mjög áhyggjufull. Það sé mjög ólíkt Söndru Líf að láta ekki vita af sér enda sé hún mjög náin fjölskyldu sinni. Hún sé skynsöm og ekki í óreglu. Þá hafi ekkert verið óeðlilegt við hegðun Söndru á skírdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira