Erlent

ESB kemur sér saman um 500 milljarða aðgerðapakka

Andri Eysteinsson skrifar
Mário Centeno, fjármálaráðherra Portúgal og formaður Evruhópsins.
Mário Centeno, fjármálaráðherra Portúgal og formaður Evruhópsins. Getty/Bloomberg

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komið sér saman um fimm hundruð milljarða evra aðgerðapakka vegna kórónuveirunnar. Fjármunum er ætlað að létta undir þeim ríkjum sem hafa orðið hvað verst úti vegna faraldurs kórónuveirunnar. BBC greinir frá.

Formaður Evruhópsins, hóps fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna, hinn portúgalski Mário Centeno, kynnti aðgerðapakkann eftir langar og strangar viðræður Evruhópsins í Brussel.

Nokkur aðildarríki ESB höfðu kallað eftir aðgerðum samtalsins og voru það Ítalir og Frakkar sem gengu lengst en óskuðu ríkin eftir því að ESB ríkin deildu með sér skuldum ríkja vegna faraldursins. Önnur ríki höfðu sett sig upp á móti þeim tillögum og fengu þær hugmyndir að lokum ekki brautargengi.

Þó að aðgerðapakkinn sem samþykktur var sé töluvert minni heldur en að Seðlabanki Evrópu hafði mælt með ríkir ánægja með samkomulagið. Lendingin var á 500 milljarða evra pakka en Seðlabankinn telur að ríkin þurfi allt að 1,5 billjón evra til þess að takast á við faraldurinn

Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir samkomulagið eitt það mikilvægasta í sögu Evrópusambandsins. „Evrópa hefur tekið ákvörðun og er tilbúin til að mæta vandanum af alvöru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×