Annað sjónarhorn í umræðuna um skort á hjúkrunarfræðingum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 7. apríl 2020 17:00 Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Fyrir um þremur áratugum breyttu Danir menntun sjúkraliða. Til urðu stéttirnar Social- og sundhedsassistent (SOSU-assistent) og Social- og sundhedshjælper (SOSU-hjælper). Mikil bót fyrir danska heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarfræðingar þar í landi settu sig upp á móti menntun SOSU-assistentana (heilsu- og félagsliði, þýðingin mín), töldu að þeir misstu spón úr aski sínum. Þáverandi heilbrigðisráðherra hlustaði ekki á andmælin, þörf landsins var í forgangi, og því hafa SOSU-assistenter verið að störfum í þrjá áratugi. Stéttin hefur sannað gildi sitt í Danmörku. Sjúkraliðar sem hafa danska heitið ,,sygehjælper“ höfðu tök á að fara í nám, svokallað ,,opskoling“ sem tók innan við ár til að verða SOSU-assistent. Í 2008 var menntunarþörfinni fullnægt og síðasti hópurinn útskrifaðist, segir frá skólanum SOSU-nord, það ár. Þeir sem bættu ekki við sig námi vinna sem ,,sygehælper“ með takmarkaðra starfssvið en SOSU-assistent. Stéttin ,,sygehjælpere“ deyr smá saman út en ný stétt yfirtekur að mestu starfsviðið, SOSU- hjælpere (félagsliði). Starfssvið SOSU-assistente er víðara en sjúkraliða, líka þegar horft er til Íslands, en takmarkaðra en hjúkrunarfræðinga. Með náminu var ákveðið að færa ýmis störf sem hjúkrunarfræðingar hafa haft á sinni könnu til SOSU-assistentana. Það var gert til að létta á stétt hjúkrunarfræðinga og færa til verkefni sem minna menntaður einstaklingur getur sinnt, án skerðingar á gæðum. Uppbygging danska námsins Sama grunnmenntun er fyrir SOSU- hjælper (félagsliða) og SOSU-assistent (heilsu- og félagsliði), en það fer eftir aldri, fyrri störfum og menntun hvar einstaklingur byrjar í ferlinu. Eftir grunnnám hefst sérhæfing. SOSU-hjælper (félagsliði). Námið tekur 2 ár og 2 mánuði. Vinnustaðir eru m.a. dvalar- og elliheimili, verndaðar íbúðir aldraða og sambýli. Starfssvið félagsliða er persónuleg aðstoð, hjálp með innkaup, þrif og þvotta. SOSU- assistent (heilsu- og félagsliði).Námið tekur 3 ár 10 mánuði, að meðtölu árunum sem tekur að verða Sosu-hjælper. Þessi stétt sinnir almennum hjúkrunarstörfum. Þeir vinna m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum, á geðsviðinu og við heimahjúkrun. Fyrir margt löngu vakti Sjúkraliðafélag Íslands athygli á málinu, án árangurs. Ráðherrar þeirra tíma ljáðu félaginu ekki eyra, því miður. Þess í stað var sétt með minna starfssvið en sjúkraliðar búin til, félagsliðar, sem svar við kalli ófaglærðra í öldrunar- og félagsgeiranum. Gera má að því skóna að mönnun innan sjúkrahúsanna væri önnur hefði menntun sjúkraliða verið breytt á sínum tíma eins og Danir gerðu. Menntunin er góð, vinsæl og bæði konur og karlar sækja í námið. Ég hvet Sjúkraliðafélag Íslands, Landlækni, Menntamálaráðherra og Heilbrigðisráðherra að snúa bökum saman og skoða á hvern hátt má auka nám sjúkraliða með það fyrir augum að að auka starfssvið þeirra. Danir fóru þessa góðu leið til heilla fyrir heilbrigðiskerfið þeirra, vann á skorti hjúkrunarfræðinga. Viðbótarnám fyrir sjúkraliða (opskoling) tekur innan við ár. Með slíku námi mætti koma til móts við skort á hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsunum í dag. Danir gátu, hví ekki við! Helga Dögg Sverrisdóttir, M.Sc. M.Ed. og sjúkraliði.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun