Samtök sprotafyrirtækja fagna skrefum stjórnvalda í þágu nýsköpunar Íris Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:30 Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru framúrskarandi tæknifyrirtæki sem mörg eru búin að vera í örum vexti undanfarin ár, svo sem Nox Medical, Vaki, Valka, Orf Líftækni og CCP svo einhver séu nefnd. Öll þessi fyrirtæki byrjuðu sem hugmynd. Stofnendur þeirra unnu myrkranna á milli, hlutu mörg hver styrki úr Tækniþróunarsjóði, sannfærðu fjárfesta um ágæti hugmyndarinnar og tókst að lokum að vaxa í stórfyrirtæki sem nú eru með þúsundir manna í vinnu með tilheyrandi tekjum og verðmætasköpun. Í dag eru fjölmörg efnileg sprotafyrirtæki á Íslandi sem hafa alla burði til þess að ná sambærilegum árangri. Sömuleiðis spretta upp hugmyndir að nýjum fyrirtækjum. Því er algjört lykilatriði að tryggja að stuðnings- og fjármögnunarumhverfið geri sprotafyrirtækjum kleift að vaxa og dafna. Samtök sprotafyrirtækja (SSP) þakka stjórnvöldum fyrir að taka stórt skref í þágu nýsköpunar með fjölbreyttum aðgerðum sem samþykktar hafa verið á Alþingi og þann stuðning sem þingið sýndi, þvert á flokka. Endurgreiðsla vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hækkaði úr 20% í 35% sem er mikilvægur hvati fyrir nýsköpunarfyrirtæki af öllum stærðum til að leggja stund á rannsóknir og þróun. Þessi hækkun á endurgreiðslu skiptir miklu máli fyrir sprotafyrirtæki, það er þó algjör forsenda að þau geti fjármagnað sig núna til að fá endurgreiðsluna í október 2021. Eitt helsta vandamál sprotafyrirtækja er fjárstreymisvandi. Þau geta ekki farið út í banka og tekið lán fyrir framleiðslunni, vita ekki nákvæmlega hvenær næsta styrkgreiðsla berst eða síðasti fjárfestirinn tekur ákvörðun um hvort hann verði með í fjármögnuninni. Sprotafyrirtækin sem voru að fjármagna sig þegar COVID-19 skall á, eða ætluðu að gera það síðar á árinu, standa nú frammi fyrir mikilli óvissu varðandi áframhaldandi rekstur þar sem fjárfestar halda að sér höndum. Þau hafa ekki getað nýtt sér þau neyðarúrræði sem býðst hefðbundnari fyrirtækjum og standa frammi fyrir miklum lausafjárvanda. Fari þessi fyrirtæki í þrot er það stórslys, milljarða verðmæti í formi styrkja, fjárfestinga og fórnarkostnaði frumkvöðla yrðu að engu. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld leggi áherslu á skjótvirkar aðgerðir, fjármunir þurfa að komast í umferð sem allra fyrst til þess að koma í veg fyrir að frumkvöðlar, sem hefðu getað unnið að því að skapa fleiri störf, endi í sívaxandi hópi atvinnulausra. SSP hefur lagt áherslu á að sprotafyrirtæki geti á þessu ári fengið endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrr en venja er og að sjóðir sem eru nú þegar til, verði efldir. Þetta snýst nefnilega um hraða. Sjóðasjóðurinn Kría lofar góðu, svo og stuðnings-Kría, en mikilvægt er að vanda til verka. Því mælir SSP með að brugðist verði strax við með því að nýta þá innviði sem eru til staðar og hafa sannað sig. Við hvetjum stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirfarandi aðgerðir í þágu sprotafyrirtækja: Efna loforð um að flýta endurgreiðslu skatts vegna rannsóknar- og þróunarverkefna sem allra fyrst, það getur verið dýrkeypt að bíða fram á haust. Efla sjóði Rannís enn frekar. Tækniþróunarsjóður er líflind svo margra þróunarverkefna og hefur skilað mögnuðum árangri, þarna verða nýju störfin til. Hvað með að styrkja öll verkefni sem fá A einkunn? Auka fjárfestingar ríkisins í nýsköpun gegnum Nýsköpunarsjóð Atvinnulífsins og síðar gegnum Kríu. Tryggja rétt sprotafyrirtækja til stuðningsúrræða ríkisstjórnarinnar en sprotafyrirtæki eru um margt eðlisólík þeim fyrirtækjum sem sótt geta stuðning. Nýir vindar blása í íslensku samfélagi með boðaðri sókn ríkisstjórnarinnar í nýsköpun og áherslu á sprota- og frumkvöðlastarfsemi. SSP fagnar þessum áherslum stjórnvalda því við trúum að þær séu forsendan fyrir öflugri viðspyrnu í efnahagslífinu eftir þá niðursveiflu sem COVID-19 veldur. Fyrir hönd stjórnar SSP, Íris Ólafsdóttir Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Kúlu 3D.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun