Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar Guðný Friðriksdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun