Segir ríkisstjórnina fasta í sandkassaleik og skotgrafahernaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:15 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“ Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina stunda sandkassaleik og skotgrafahernað á tímum neyðarástands. Það sé óásættanlegt að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin að styðja eina einustu tillögu stjórnarandstöðunnar á meðan stjórnarandstaðan sé reiðubúin að styðja góðar tillögur ríkisstjórnarinnar. Annarri umræðu lauk á Alþingi fyrr í dag um bandormsfrumvarp fjármálaráðherra vegna hluta þeirra efnahagsaðgerða sem ríkisstjórnin hefur boðað. Stjórnarandstaðan gerði nokkrar breytingatillögur við bandorminn sem allar voru felldar að lokinni annarri umræðu fyrr í dag, meðal annars tillaga Samfylkingarinnar um að námsmenn fái rétt til atvinnuleysisbóta í sumar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta mikil vonbrigði. Hann lýsir jafnframt óánægju með fjáraukalög 2020 sem nú eru til umræðu á Alþingi en hann skilaði séráliti þegar málið var afgreitt úr fjárlaganefnd. „Í fyrsta lagi er ekki minnst einu orði á orðið heimili í þessum fjárauka og í öðru lagi er þessi ríkisstjórn ekki að fara að hækka atvinnuleysisbætur. Þannig að þessi ríkisstjórn ætlast til þess að fólk lifi hér á 290 þúsund krónum á mánuði sem er skammarlega lágt,“ segir Ágúst Ólafur. Segir aðgerðirnar metnaðarlausar „Ég hef sömuleiðis áhyggjur af að það sé ekki nóg gert fyrir lítil fyrirtæki, þau virðast algjörlega gleymast hvað þetta varðar og svo í fjórða lagi eru engar verklegar framkvæmdir í þessum fjárauka,“ segir Ágúst Ólafur en gert er ráð fyrir ríflega 13 milljarða útgjaldaaukningu í frumvarpinu. „Sem er um 1% af ríkisútgjöldunum, finnst þessu fólki það virkilega nægjanlegt í því andrúmslofti sem við erum að kljást við?“ spyr Ágúst. Hann kveðst ekki bjartsýnn á að einhverjar af tillögum stjórnarandstöðunnar við fjáraukalögin verði samþykkt í kvöld. „Nei því miður, við erum að fara að leggja hér fram til dæmis að auka álagsgreiðslur til framlínufólks í heimsfaraldrinum, þannig að það nái til allra hjúkrunarheimila eða löggæslu, það fólk er skilið eftir, þau munu fella það,“ segir Ágúst og heldur áfram. „Við erum að mælast hér til að námsmenn eigi rétt á atvinnuleysisbótum í sumar, þau eru nú þegar búin að fella það,“ segir Ágúst Ólafur. Þá vill hann að betur verði gert við fjölmiðla og að betur verði í lagt hvað varðar nýsköpun. „Mér finnst þetta bara allt of lítið, metnaðarlaust og er alls ekki að svara því kalli sem hér er til að mæta dýpstu kreppu í hundrað ár.“ Aðspurður segir hann Samfylkinguna þó munu styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Við munum styðja allar góðar tillögur ríkisstjórnarinnar en við skulum snúa þessu við. Það er ótrúlega merkilegt að ríkisstjórnin er ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni,“ segir Ágúst Ólafur. „Þessi ríkisstjórn er föst í algjörum sandkassaleik og skotgrafahernaði á tímum neyðarástands sem að við eigum ekkert að sætta okkur við. Við erum til í að styðja þeirra tillögur, hvernig stendur á því að þau eru ekki til í að styðja eina einustu tillögu frá okkur?“
Alþingi Samfylkingin Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira