Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 10:54 Starlink-gervitungl SpaceX skilja eftir sig langar bjartar rákir á næturhimninum á þessari mynd sem tekin var í Ungverjalandi í nóvember. Vísir/EPA Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu. Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa áhyggjur af því að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem til stendur að skjóta á loft eigi eftir að torvelda athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum. Gervitungl geimferðafyrirtækisins SpaceX eru þegar sögð setja strik í reikning stjörnuathugana frá jörðu niðri. Á braut um jörðina endurvarpa gervitungl sólarljósi þannig að þau geta skinið bjartar en stjörnurnar í fjarska. Þegar tunglin ganga inn fyrir sjónsvið sjónauka á jörðu niðri birtast þau sem bjartar hvítar rákir. Bjarta ljósið skemmir myndir af næturhimninum og getur einnig haft áhrif á útvarpsbylgjuathuganir. Vandamálið fyrir stjörnufræðiathuganir er þegar til staðar en vísindamenn óttast að það verði enn verra þegar byrjað verður að skjóta þúsundum gervitungla á loft á næstunni. Gervitunglin eiga að knýja háhraðainternet úr geimnum sem yrði aðgengilegt á jafnvel afskekktustu stöðum á jörðinni. Þegar fjarskiptatunglin verða komin á loft mun gervihnöttum hafa stórfjölgað. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nú séu um 2.200 gervitungl á braut um jörðina. Gangi áform SpaceX um að skjóta 60 nýjum gervitunglum á loft á nokkurra vikna fresti munu um 1.500 hafa bæst við á næsta ári. Geimskot fyrirtækisins á Starlink-gervihnöttunum svonefndu eiga að hefjast í næstu viku. Fleiri fyrirtæki hafa uppi svipuð áform. Áætlað er að fjöldi gervitungla á braut um jörðu gæti náð um 12.000 fyrir miðjan næsta áratug. SpaceX er eitt þeirra fyrirtækja sem ætla að senda flota fjarskiptagervitungla á loft. Breska fyrirtækið OneWeb og Amazon eru einnig með slík tungl á teikniborðinu.Vísir/EPA Dæmi um sameignarvanda Nú þegar eru um 120 Starlink-gervitungl á braut um jörðu í undir 500 kílómetra hæð. Kvartanir hafa þegar borist frá stjörnuáhugafólki um að gervihnettirnir hafi spillt myndum þess af stjörnuhimninum. Dave Clements, stjarneðlisfræðingur við Imperial College í London, segir að gervitunglin geti haft veruleg áhrif á vísindarannsóknir. „Þau eru forgrunnurinn á milli jarðarinnar og þess sem við könnum í alheiminum þannig að þau eru fyrir öllu. Þannig missum við af hverjum sem er fyrir aftan þau, hvort sem þeir er mögulega hættulegt smástirni í grenndinni eða fjarlægustu dulstirnin í alheiminum,“ segir Clements. Hann grípur til hagfræðihugtaks til að skýra vandamálið. „Næturhimininn er almenningur og það sem við stöndum frammi fyrir hér er sameignarvandinn [e. Tragedy of the commons],“ segir hann. Mest verða áhrifin á sjónauka á jörðu niðri sem taka myndir af stórum hlutum næturhiminsins í einu. Þar á meðal er LSST-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) sem til stendur að smíða í Síle. „Nú erum við með þessi gervitungl sem trufla athuganir og það er eins og einhver gangi um með kastljós og kveiki á því við og við,“ segir hann. Fyrirtækin segjast vinna með vísindamönnum að því að lágmarka áhrif gervitunglanna. SpaceX segist meðal annars að hjúpa næstu gervitungl með efni sem endurvarpar minna ljósi. Martin Barstow, stjarneðlisfræðingur við Háskólann í Leicester, segir BBC ennfremur að hægt sé að ráða bót á einhverjum árekstranna. Staðsetning gervitunglanna sé þekkt og hægt verði að taka tillit til þeirra við athuganir þó að það muni vissulega kosta vísindamenn tíma og vinnu.
Geimurinn SpaceX Vísindi Tengdar fréttir Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu í dag reyna að skjóta 60 smá-gervihnöttum á braut um jörðu. Þetta þykir merkilegt geimskot fyrir nokkrar sakir. 11. nóvember 2019 14:00