Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 14:43 Weinstein á leið út úr dómshúsi í New York borg. getty/Scott Heins Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans. Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans.
Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30
Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51