Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 14:43 Weinstein á leið út úr dómshúsi í New York borg. getty/Scott Heins Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans. Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans.
Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30
Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51