Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:52 Stjórnendum Samherja á Íslandi á að hafa verið haldið úti í kuldanum þegar kom að ERF 1980. Vísir/SigurjónÓ Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu, segir að sér þyki ólíklegt að stjórnendur fyrirtækisins á Íslandi hafi vitað af félaginu sem notað var til að miðla greiðslunum til dómsmálaráðherrans. Ingólfur segist þannig aldrei hafa persónulega sagt stjórnendum Samherja frá umræddum greiðslum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vísað til félagsins ERF 1980. Eins og getið var í Kveik og Stundinni runnu 16,5 milljónir króna frá Kötlu Seafood, nú Mermaria Seafood, í gegnum leigusamning við ERF 1980. Peningarnir sem fóru til félagsins enduðu að lokum í vösum fyrrnefnds Shangala og James Hatuikulipi, stjórnanda Fishcor. Þeir voru báðir handteknir í Namibíu í lok nóvember í tengslum við rannsókn málsins. Í samskiptum við Fréttablaðið hafnar Samherji því alfarið að hafa vitað af greiðslum til Shangala. Skuldinni er skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjórnanda fyrirtækisins í Namibíu, eins og Samherji hefur gert frá því að fyrst fór að spyrjast út um yfirvofandi umfjöllun. Jóhannes sjálfur segir þær ásakanir ekki standast skoðun. Í viðtali við Kastljós á miðvikudag sagðist hann aðeins hafa borið ábyrgð á um 20 til 30 prósentum mútugreiðslna í Namibíu. Því til stuðnings bendir hann á að alls hafi sex einstaklingar verið handteknir í Namibíu í tengslum við Samherjamálið, ekki bara fyrrnefndir Shangala og Hatuikulipi.Fréttablaðinu hefur þó gengið erfiðlega að fá starfsmenn Samherja til að stíga fram undir nafni í tengslum við greiðslur úr ERF 1980. Fréttablaðið áætlar að það sé vegna fyrirmæla frá norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein, sem falið hefur verið að halda utan um innri rannsókn Samherja á því sem kom fram í umfjöllum Kveiks, Stundarinnar og Wikileaks.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01 Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45 Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Shanghala og Hatuikulipi handteknir Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun. 27. nóvember 2019 08:01
Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld. 11. desember 2019 20:45
Samherji hefur „eðlilega“ aðgang að tölvupóstum Jóhannesar en tjáir sig ekki um innihaldið Á þessum tímapunkti mun Samherji hvorki tjá sig um efnisinnihald tölvupóstanna né hvort það hafi látið skoða póstana. 4. desember 2019 16:15
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels