Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta.
Afturelding er nýliði í Olís-deildinni og er stigalaust á botni deildarinnar eftir 11 umferðir en Haraldur Þorvarðarson lét af störfum sem þjálfari liðsins á dögunum.
Guðmundur Helgi var látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Fram á dögunum eftir að hafa stýrt því í Olís-deildinni undanfarin ár.
Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að félagið sé stolt af því að fá svona flottan þjálfara til starfa. Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar næstkomandi.
