Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 17. desember 2019 10:30 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Jól Neytendur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun