Rautt eða hvítt? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 2. desember 2019 15:00 Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Jól Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun