Rautt eða hvítt? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 2. desember 2019 15:00 Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Jól Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun