Nauðgaði unglingsstúlku og stýrði henni til félaga þar sem henni var aftur nauðgað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 12:30 Brotin voru framin í Reykjavík í febrúar 2017. Vísir/Vilhelm Tveir Pólverjar á fertugsaldri, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Í dómi héraðsdóms segir að brot þeirra hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en þar kemur einnig fram að Tomasz hafi, eftir að hafa nauðgað henni, stýrt stúlkunni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Þriðji karlmaðurinn, sem er nær stúlkunni í aldri, var sýknaður í málinu.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember en birtur á vef Dómstólasýslunnar í gær. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa brotið á stúlkunni hver fyrir sig í herbergi á heimili í Reykjavík með því að hafa „haft samfarir og önnur kynferðismök“ við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér stað í heimahúsi í Reykjavík þann 4. febrúar 2017. Stúlkan, sem var sextán ára þegar brotin voru framin, hitti þann yngri af þeim þremur í miðbæ Reykjavíkur síðla kvölds. Skemmtu þau sér saman áður en Lukasz og Tomasz sóttu þau og fóru þau þá að heimili mannanna þriggja í Reykjavík.Sendi yngsta manninn út að reykja Stúlkunni og ákærðu bar ekki saman um hvað gerðist eftir að komið var í heimahúsið en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ætla megi að þau hafi öll farið inn í eitt af þremur herbergjum íbúðarinnar, herbergi Tomaszar.Urðu aðstæður þannig að Tomasz og stúlkan voru ein eftir í herberginu en í dómi héraðsdóms kemur meðal annars fram að Tomasz hafi beðið yngsta karlmanninn að fara út að reykja í tíu mínútur. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið með samviskubit yfir því að hafa farið út að reykja og þannig skilið stúlkuna eftir í herberginu með Tomaszi. Í millitíðinni virðist Lukasz hafa yfirgefið herbergið.Um það sem gerðist þá lýsti stúlkan því fyrir dómi að hún hefði verið ölvuð og því ekki haft stjórn á atvikum. Tomasz hafi haft allt frumkvæði að kynmökum en hún frosið. Hefði hún óttast hvað mundi gerast ef hún streittist á móti.Þá hafi hún verið ein í húsnæði með þremur mönnum og kom skýrt fram í framburði hennar að ákærðu hefðu sýnt henni ofríki þegar hún var orðin ein með þeim og hún ekki þorað að mótmæla gerðum þeirra af ótta um hvernig þeir brygðust við.Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmSagði henni að fara að skoða herbergi Lukaszar Tomasz hélt því aftur á móti fram að það sem gerst hafi í herberginu hafi verið að frumkvæði stúlkunnar. Mat dómurinn það ótrúverðugt enda hafi framburður hans um hvað gerðist í herberginu verið á reiki, enda hafi hann í fyrstu neitað að hafa haft samræði við stúlkuna. Sú afstaða breyttist þegar honum var kynntur framburður meðákærðu í málinu.Eftir að Tomasz hafi lokið sér af kemur fram í dómi héraðsdóms að hann hafi sagt henni að fara og skoða herbergi Lukaszar með það í huga að hún hefði kynmök við ákærða, Lukasz, án þess að segja það við hana. Segir í dómi héraðsdóms að þetta lýsi ákveðinni stjórn hans á gerðum hennar og þrýstingi eða blekkingu gagnvart henni.Ráðskuðust með stúlkuna Í dómi héraðsdóms kemur fram að Lukasz hafi tekið á móti stúlkunni á ganginum og leitt hana inn í herbergið þar sem hann nauðgaði henni. Líkt og Tomasz hélt Lukasz því fram að það hafi verið vilji stúlkunnar að hafa við hann kynmök. Í dómi héraðsdóms segir þvert á móti að ekkert bendi til þess að hún hafi viljað hafa kynmök við hann.Þannig hafi Tomasz og Lukasz ráðskast með stúlkuna og ýtt henni inn í þær aðstæður að vera ein með Lukaszi þar sem hún hafði enga möguleika á því að verja sig án þess að eiga á hættu viðbrögðum ákærðu.Segir í dómi héraðsdóms að telja verði að Lukaszi hafi í ljósi aðstæðna verið fullljóst að stúlkan hefði verið leidd til hans þar sem hann tók við henni og það sem gerðist í framhaldinu verið hans ákvörðun.Þá verði að hafa í huga að Tomasz „var þegar búin að hafa kynmök við brotaþola og mátti því ætla að hann gæti stýrt brotaþola á þennan hátt,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Lögreglan handtók menninna samdægurs.Vísir/vilhelmBáðum mátti vera aldur stúlkunnar ljós Þar kemur meðal annars fram að báðum mönnum hafi mátt vera fulljóst að stúlkan hafi verið 16 ára gömul og að þeir hafi misnotað sér gróflega aðstöðu sína á grundvelli yfirburða sinna í aldri og þroska. Sömuleiðis ölvunarástand stúlkunnar og þær aðstæður sem uppi voru þar sem hún var ein með þremur ókunnugum mönnum í óvenjulegu húsnæði og við mjög sérstakar aðstæður. Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir tveir eigi sér engar málsbætur, þeir hafi misnotað sér ástand og aðstæður ungrar stúlku í því skyni að ná fram vilja sínum og skeyttu engu um velferð hennar. Brot þeirra hafi verið alvarleg og ófyrirleitin. Því hafi ekki verið tilefni til þess að skilorðsbinda þriggja ára fangelsisdóm þeirra, þrátt fyrir að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. Yngri maðurinn var hins vegar sýknaður af því að hafa þvingað stúlkuna til þess að hafa við sig munnmök þar sem ekki þótti sannað að hann hefði gert það. Þá þurfa Lukasz og Tomasz að greiða stúlkunni 1,3 milljónir hvor í miskabætur. Þá þurfa þeir að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, 2,4 milljónir og 2,1 milljón auk hvor um sig helming sakarkostnaðar sem er alls rúm ein milljón. Þá þurfa þeir einnig hvor að greiða helming þóknunar réttargæslumanns stúlkunnar, samtals 975 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Tveir af þremur dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur. 28. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Tveir Pólverjar á fertugsaldri, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Í dómi héraðsdóms segir að brot þeirra hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en þar kemur einnig fram að Tomasz hafi, eftir að hafa nauðgað henni, stýrt stúlkunni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Þriðji karlmaðurinn, sem er nær stúlkunni í aldri, var sýknaður í málinu.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. nóvember en birtur á vef Dómstólasýslunnar í gær. Mennirnir þrír voru ákærðir fyrir að hafa brotið á stúlkunni hver fyrir sig í herbergi á heimili í Reykjavík með því að hafa „haft samfarir og önnur kynferðismök“ við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér stað í heimahúsi í Reykjavík þann 4. febrúar 2017. Stúlkan, sem var sextán ára þegar brotin voru framin, hitti þann yngri af þeim þremur í miðbæ Reykjavíkur síðla kvölds. Skemmtu þau sér saman áður en Lukasz og Tomasz sóttu þau og fóru þau þá að heimili mannanna þriggja í Reykjavík.Sendi yngsta manninn út að reykja Stúlkunni og ákærðu bar ekki saman um hvað gerðist eftir að komið var í heimahúsið en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ætla megi að þau hafi öll farið inn í eitt af þremur herbergjum íbúðarinnar, herbergi Tomaszar.Urðu aðstæður þannig að Tomasz og stúlkan voru ein eftir í herberginu en í dómi héraðsdóms kemur meðal annars fram að Tomasz hafi beðið yngsta karlmanninn að fara út að reykja í tíu mínútur. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið með samviskubit yfir því að hafa farið út að reykja og þannig skilið stúlkuna eftir í herberginu með Tomaszi. Í millitíðinni virðist Lukasz hafa yfirgefið herbergið.Um það sem gerðist þá lýsti stúlkan því fyrir dómi að hún hefði verið ölvuð og því ekki haft stjórn á atvikum. Tomasz hafi haft allt frumkvæði að kynmökum en hún frosið. Hefði hún óttast hvað mundi gerast ef hún streittist á móti.Þá hafi hún verið ein í húsnæði með þremur mönnum og kom skýrt fram í framburði hennar að ákærðu hefðu sýnt henni ofríki þegar hún var orðin ein með þeim og hún ekki þorað að mótmæla gerðum þeirra af ótta um hvernig þeir brygðust við.Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/vilhelmSagði henni að fara að skoða herbergi Lukaszar Tomasz hélt því aftur á móti fram að það sem gerst hafi í herberginu hafi verið að frumkvæði stúlkunnar. Mat dómurinn það ótrúverðugt enda hafi framburður hans um hvað gerðist í herberginu verið á reiki, enda hafi hann í fyrstu neitað að hafa haft samræði við stúlkuna. Sú afstaða breyttist þegar honum var kynntur framburður meðákærðu í málinu.Eftir að Tomasz hafi lokið sér af kemur fram í dómi héraðsdóms að hann hafi sagt henni að fara og skoða herbergi Lukaszar með það í huga að hún hefði kynmök við ákærða, Lukasz, án þess að segja það við hana. Segir í dómi héraðsdóms að þetta lýsi ákveðinni stjórn hans á gerðum hennar og þrýstingi eða blekkingu gagnvart henni.Ráðskuðust með stúlkuna Í dómi héraðsdóms kemur fram að Lukasz hafi tekið á móti stúlkunni á ganginum og leitt hana inn í herbergið þar sem hann nauðgaði henni. Líkt og Tomasz hélt Lukasz því fram að það hafi verið vilji stúlkunnar að hafa við hann kynmök. Í dómi héraðsdóms segir þvert á móti að ekkert bendi til þess að hún hafi viljað hafa kynmök við hann.Þannig hafi Tomasz og Lukasz ráðskast með stúlkuna og ýtt henni inn í þær aðstæður að vera ein með Lukaszi þar sem hún hafði enga möguleika á því að verja sig án þess að eiga á hættu viðbrögðum ákærðu.Segir í dómi héraðsdóms að telja verði að Lukaszi hafi í ljósi aðstæðna verið fullljóst að stúlkan hefði verið leidd til hans þar sem hann tók við henni og það sem gerðist í framhaldinu verið hans ákvörðun.Þá verði að hafa í huga að Tomasz „var þegar búin að hafa kynmök við brotaþola og mátti því ætla að hann gæti stýrt brotaþola á þennan hátt,“ líkt og segir í dómi héraðsdóms.Lögreglan handtók menninna samdægurs.Vísir/vilhelmBáðum mátti vera aldur stúlkunnar ljós Þar kemur meðal annars fram að báðum mönnum hafi mátt vera fulljóst að stúlkan hafi verið 16 ára gömul og að þeir hafi misnotað sér gróflega aðstöðu sína á grundvelli yfirburða sinna í aldri og þroska. Sömuleiðis ölvunarástand stúlkunnar og þær aðstæður sem uppi voru þar sem hún var ein með þremur ókunnugum mönnum í óvenjulegu húsnæði og við mjög sérstakar aðstæður. Í dómi héraðsdóms segir að mennirnir tveir eigi sér engar málsbætur, þeir hafi misnotað sér ástand og aðstæður ungrar stúlku í því skyni að ná fram vilja sínum og skeyttu engu um velferð hennar. Brot þeirra hafi verið alvarleg og ófyrirleitin. Því hafi ekki verið tilefni til þess að skilorðsbinda þriggja ára fangelsisdóm þeirra, þrátt fyrir að meðferð málsins hafi dregist úr hófi. Yngri maðurinn var hins vegar sýknaður af því að hafa þvingað stúlkuna til þess að hafa við sig munnmök þar sem ekki þótti sannað að hann hefði gert það. Þá þurfa Lukasz og Tomasz að greiða stúlkunni 1,3 milljónir hvor í miskabætur. Þá þurfa þeir að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, 2,4 milljónir og 2,1 milljón auk hvor um sig helming sakarkostnaðar sem er alls rúm ein milljón. Þá þurfa þeir einnig hvor að greiða helming þóknunar réttargæslumanns stúlkunnar, samtals 975 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Tveir af þremur dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur. 28. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Tveir af þremur dæmdir fyrir að nauðga unglingsstúlku Tveir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á sautjánda ári í húsnæði í Reykjavík í febrúar 2017. Þá þurfa þeir hvor fyrir sig að greiða stúlkunni 1,3 milljónir króna í miskabætur. 28. nóvember 2019 07:00