„Allir hjá Liverpool hafa bætt sig undir stjórn Klopps“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Liverpool varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Tottenham í Madríd í vor. vísir/getty Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við? Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við?
Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Sjá meira
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58
„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30