Manchester United mun reyna að fá Erling Håland til sín í janúar eftir frábæra frammistöðu hans með Salzburg í vetur.
Håland er orðinn einn eftirsóttasti leikmaður heims eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hann hefur skorað 26 mörk í 18 leikjum, þar af sjö í fjórum Meistaradeild Evrópu.
United vill reyna við hann strax í janúar samkvæmt ESPN því óttast er að ef þeir bíði fram á sumar þá verði verðmiðinn orðinn mun hærri og fleiri lið gætu reynt að hrifsa hann af þeim.
Ole Gunnar Solskjær hefur haft augastað á Håland í þó nokkurn tíma, enda vann hann með framherjanum hjá Molde.
Salzburg er sagt vilja 85 milljónir punda fyrir Norðmanninn.
