Pep Guardiola hættur við að kalla Sadio Mane leikara: Rangt hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:00 Pep Guardiola með Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester City í fyrra. Getty/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira